Dagný var ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Brúar á nýliðnu ári
Brú félag stjórnenda • 22. janúar 2025

Dagný framkvæmdastjóri Brúar

Stétt­ar­fé­lagið Brú, fé­lag stjórn­enda, réð til sín á nýliðnu ári nýj­an fram­kvæmda­stjóra, Dag­nýju Björk Erl­ings­dótt­ur. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu. Dagný, sem er sú fyrsta sem gegn­ir stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Brú. Hún hef­ur starfað hjá fjölda stétt­ar­fé­laga og sinnt fjöl­breytt­um störf­um inn­an þeirra síðustu ár, bæði sem kjara­mála­full­trúi, verk­efna­stjóri fræðslu­mála og sinnt or­lofs-, sjúkra- og mennta­sjóðum. Einnig hef­ur hún setið í stjórn Flug­freyju­fé­lags Íslands og sat í samn­inga­nefnd fyr­ir hönd flugliða fé­lags­ins.


Dagný er með BS-gráðu í ferðamála­fræði frá Há­skóla Íslands, D-vott­un í verk­efna­stjórn­un og er sem stend­ur í meist­ara­námi í for­ystu og stjórn­un með áherslu á mannauðsstjórn­un á Há­skól­an­um á Bif­röst. Dagný hef­ur lengi haft brenn­andi áhuga á öllu sem teng­ist fé­laga­sam­tök­um, rétt­ind­um og vel­ferð fé­lags­fólks.


Haft er eft­ir Dag­nýju að hún sé áhuga­söm fyr­ir því að vera kom­in í þetta fjöl­breytta starf hjá Brú, fé­lagi stjórn­enda. „Mark­mið mitt er að vinna að áfram­hald­andi vel­ferð fé­lags­fólks okk­ar, veita góða þjón­ustu og auka sýni­leika fé­lags­ins út á við. Þeir sem geta sótt um aðild hjá okk­ur eru stjórn­end­ur, mill­i­stjórn­end­ur og fólk í ábyrgðar­stöðum á öll­um aldri. Það verður ánægju­legt að fá að vinna áfram að upp­bygg­ingu á þessu rót­gróna og góða fé­lagi,“ er haft eft­ir Dag­nýju.


Fé­lagið er eitt af 7 aðild­ar­fé­lög­um inn­an Sam­bands stjórn­enda­fé­laga (STF) og var stofnað árið 1919. Í boði eru góðir styrk­ir bæði í sjúkra- og mennta­sjóð sem og í or­lofs­hús um land allt. Mennta­sjóður­inn veit­ir fjöl­breytt­an stuðning og niður­greiðir til dæm­is 80% af náms­gjöld­um vegna stjórn­enda­náms sem er kennt í fjar­námi hjá símennt­un Há­skól­ans á Ak­ur­eyri.


Haft er eft­ir Kjart­ani Friðriki Salómons­syni, for­manni Brú­ar, að mik­ill feng­ur sé að komu Dag­nýj­ar í fé­lagið þar sem reynsla henn­ar sé á breiðum og fag­leg­um grunni. „Hún þekk­ir hvern krók og kima starf­semi stétt­ar­fé­laga og mun vera hauk­ur í horni allra okk­ar fé­laga, “ er haft eft­ir Kjart­ani.


Fréttatilkynning á mbl.is


Eftir Brú félag stjórnenda 19. febrúar 2025
Mikilvægar dagsetningar fyrir sumarúthlutanir 2025
Eftir Brú félag stjórnenda 31. janúar 2025
Námskeið um lífeyrismál og starfslok
Share by: