Styrkir í menntasjóð

Gagnlegar upplýsingar

Almennt um menntastyrki:

  • Sótt er um alla menntastyrki rafrænt á Félagavef.
  • Umsóknir og öll nauðsynleg gögn þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar til þess að fá greitt út í þeim mánuði.
  • Styrkir eru greiddir út síðasta virka dag hvers mánaðar.
  • Mikilvægt er að með umsóknum fylgi löggildar greiðslukvittanir.
  • Reglugerð menntasjóðs er hér í heild sinni.


Upplýsingar frá RSK:

  • Námskeiðsstyrkir eru skattskyldar tekjur. Heimilt getur verið að færa kostnað til frádráttar ef um er að ræða styrki til að sækja námskeið eða endurmenntun sem tengist starfi styrkþega.
  • Ef um er að ræða námskeið sem er ótengt starfinu, t.d. vegna tómstundagamans, er frádráttur óheimill.
  • Frekari upplýsingar á vef RSK.

Menntastyrkur

200.000 kr hámark

  • Hægt að nýta vegna náms, námskeiða, ráðstefna, málþings, kynnis- og fræðsluferða.
  • Upphæð sem er greidd er út endurnýjast 24 mán síðar
Sækja um

Stjórendanámið

Símenntun Háskólans á Akureyri

Greitt er 80% af öllu náminu

  • Þessi styrkur er aðskildur menntastyrknum og hefur ekki áhrif á hann
  • Hægt er að lesa nánar um námið hér.
Sækja um

Tómstundastyrkur

10.000 kr hámark

  • Greitt er 80% af reikning
  • Upphæð sem greidd er út endurnýjast 12 mán síðar
Sækja um

Ferðastyrkur vegna náms

30.000 kr hámark

  • 3 skipti
  • Hámark 10.000 kr hvert skipti
  • Vegalend þarf að vera að lágmarki 100 km
Sækja um

Share by: