ÚTHLUTUNARREGLUR

Úthlutunarreglur orlofssjóðs Brúar


Hver getur sótt um:

Umsækjandi skal vera löglegur félagi samkvæmt 3. kafla 3. gr. og skuld- laus samkvæmt 6. gr. sama kafla í lögum félagsins, þeir félagar sem greiða ekki til félagsins eru teknir út við fyrstu úthlutun, en settir inn aftur við síðari úthlutun.


Sumarumsóknir:

Dagsetningar vegna umsóknar fyrir sumarið er auglýst sérstaklega ár hvert, í mars mánuði sirka. Allar umsóknir eru rafrænar og úthlutað er samvkæmt punktastöðu (3. gr. úthlutunarreglna). Hægt er að velja nokkra valkosti (eftir mikilvægi), en einungis er hægt að fá einni viku útlhlutað.

Sumarleigan er frá miðvikudegi til miðvikudags.


Punktainnvinnsla og punktanotkun:

Fyrir hvern mánuð sem iðgjöld eru greidd í orlofssjóðinn safnast 1 punktur. Hámark 12 punktar á ári.

Vika að sumri, jólum, ármótum og páskum kostar 24 punkta.


Úthlutunarferli:

Úthlutað er eftir punktastöðu. Sæki tveir aðilar um sömu viku, í sama húsi og hafa jafnan rétt, skal tölva raða úthlutun. Ef ekki koma fram sér óskir um hús I og II verður dregið um húsin. Verði lausar vikur eftir úthlutun mun orlofsnefnd úthluta þeim í byrjun útleigutímabils eftir ofangreindum reglum.


Ábyrgð leigjanda:
Það er með öllu óheimilt að framleigja húsin. Leigjandi ber ábyrgð á húsinu og öllum búnaði þess á meðan á leigunni stendur og skuldbindur sig til að bæta tjón sem verður á leigutímanum. Leigjanda ber skylda til að tilkynna um tjón sem verða á leigutímanum á skrifstofu BFS. Skylt er að skila húsinu hreinu og ganga vel um það og umhverfi þess og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað við brottför. Gerist leigutaki brotlegur á áðurtöldum atriðum verður sendur reikningur til hans fyrir þrifum og/eða skemmdum og er gjaldfrestur reiknings 15 dagar. Sé reikningur ekki greiddur innan tiltekins frests verður reikningurinn sendur í innheimtu hjá lögfræðingi. Verði félagi uppvís að slæmri umgengni í orlofshúsum, valdi skemmdum á þeim, munum þeim tilheyrandi eða umhverfi þeirra getur hann fyrirgert rétti sínum til orlofsdvalar um tiltekinn tíma er orlofsnefnd ákveður.
Umsóknir til dvalar utan þess tímabils sem kemur fram í 3. grein eru ekki háðar tímatakmörkunum að öðru leiti en því að sækja má að hámarki þrjá mánuði fram í tímann.   


Afbókunarreglur:

Tilkynna þarf allar afbókanir í gegnum tölvupóst á bfs@bfs.is

  • Á veturnar þarf að afbóka með 7 daga fyrirvara til þess að fá 80% endurgreitt.
  • Á sumrin þarf að afbbóka með 14 daga fyrirvara til þess að fá 80% endurgreitt.
  • Ef afbókað er með minni fyrirvara er 80% endurgreitt einungis ef orlofshúsið leigist aftur.
  • Vegna veikinda er hægt að skila inn vottorði og fá 100% endurgreitt. Tilkynna þarf veikindi í gegnum tölvupóst áður en leiga hefst, en þó má skila inn vottorðinu eftir að leigan átti að hefjast.

SÉRÁKVÆÐI GILDA UM PÁSKAVIKUNA:


Tilmæli: Vegna mikillar aðsóknar beinum við þeim tilmælum til þeirra sem skamma félagsaðild hafa eða eru hættir störfum sökum aldurs að sækja um sumarhús snemma eða síðla sumars.

Páskavikan er frá miðvikudegi til miðvikudags.

Share by: