Brú gefur félagsfólki sínu tækifæri á að fara á hið vinsæla vasaljósaleikrit í Guðmundarlundi, Ævintýri í jólaskógi, þann 7.desember. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.
Eftir sýninguna:
Mánudaginn 21.október fá félagar í Brú sendan Tix-hlekk í tölvupósti til þess að kaupa miða og er miðaverð einungis 500 kr (fullt verð er 3.800 kr). Hámarksfjöldi miða á hvern félaga eru 5 miðar. Athugið að miðafjöldi er takmarkaður. Gott er að yfirfara að netfang sé rétt skráð inn á mínum síðum.
Gönguferðin um skóginn tekur tæpan klukkutíma. Áhorfendur eru beðnir að klæða sig eftir veðri, koma vel skóaðir og með gott vasaljós en öll þessi atriði eru nauðsynleg til að hægt sé að njóta sýningarinnar til hins ítrasta.
Sýningin er hugsuð fyrir börn fjögurra ára og eldri en að sjálfsögðu eru öll velkomin. Athugið að gönguleiðin er þó ekki fær kerrum eða hjólastólum. Frítt er fyrir tveggja ára og yngri. Einnig er óskað eftir að hundar séu ekki með í för, bæði svo þeir trufli ekki sýninguna eða aðra gesti.
Ferðalagið hefur verið varðað með jólakúlum, luktum og öðru jólaskrauti svo áhorfendur eigi það ekki á hættu að villast í skóginum. Eftir stutta göngu koma áhorfendur síðan að fyrsta „sviðinu“ þar sem Skjóða tekur á móti þeim og flytur einleikinn „Fyrir jólin“. Verkið er tæpar tíu mínútur í flutningi og þegar því lýkur heldur hópurinn áfram ferð sinni um skóginn. Litlu innar rekast áhorfendur á Leppalúða sem segir söguna „Jólagrauturinn“ og enn lengra inn í skóginum hittum við fyrir jólasveinamóðurina sjálfa, tröllskessuna Grýlu. Hún færir okkur í allan sannleikann um „Það besta við jólin“. Að lokum leiðir ferðalagið hópinn okkar til Hurðaskellis sem flytur „Jólaball“ í miðjum skóginum í Guðmundarlundi og rekur með því smiðshöggið á sýninguna.
Takk fyrir að skrá þig á póstlista !
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.
mán - fim frá kl: 9 - 15
fös frá kl: 9-13