Húsið er byggt 2023 og er í landi Kerhrauns í Grímsnes og Grafningshrepps. Húsið er 98 m² að grunnfleti, hiti er í gólfum og verönd steypt með hitalögn. Flísar eru á öllum gólfum. Heitur pottur og geymsla er við pallinn.
Svefnpláss er fyrir 6 manns í rúmum í þremur herbergjum, einnig er ferðabarnarúm.
Sængur og koddar eru í húsinu en leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt, lök, handklæði, og salernispappír. Nespresso kaffivél er í húsinu. Útihúsgögn og gasgrill eru á staðnum. Heitur pottur er við húsið. Nettenging er í húsinu. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er við húsið.
Rafmagnshlið er inn á svæðið sem er tengt við símanúmer leigutaka.
Allt dýrahald er með öllu óheimilt í þessum bústað til 4. júní, þá verða gæludýr velkomin í þetta hús.
Takk fyrir að skrá þig á póstlista !
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.
mán - fim frá kl: 9-15
fös frá kl: 9-13