Kerhraun 85 Grímsnesi

UM ORLOFSHÚSIÐ

Húsið er byggt 2023 og er í landi Kerhrauns í Grímsnes og Grafningshrepps. Húsið er 98 m² að grunnfleti, hiti er í gólfum og verönd steypt með hitalögn. Flísar eru á öllum gólfum. Heitur pottur og geymsla er við pallinn.


Svefnpláss er fyrir 6 manns í rúmum í þremur herbergjum, einnig er ferðabarnarúm.


Sængur og koddar eru í húsinu en leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt, lök, handklæði,  og salernispappír. Nespresso kaffivél er í húsinu. Útihúsgögn og gasgrill eru á staðnum. Heitur pottur er við húsið. Nettenging er í húsinu. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er við húsið.


Rafmagnshlið er inn á svæðið sem er tengt við símanúmer leigutaka.


Gæludýrahús frá 4. júní - Allt dýrahald er með öllu óheimilt í þessum bústað fyrir 4. júní.

Minnum á góða umgengni í gæludýrahúsunum. Gæludýr mega ekki fara upp í rúm eða sófa. Hirða skal eftir gæludýrin. Lausaganga er ekki heimil á svæðinu.

Share by: