Hrafnaland 1, Akureyri

UM ORLOFSHÚSIÐ

Húsið er 108,6 fermetra heilsárshús rétt ofan Akureyrar. Staðsetning Hálanda er við Hlíðarfjallsveg, u.þ.b. miðja vegu á milli skíðaaðstöðu Akureyringa í Hlíðarfjalli og bæjarins. Heitur pottur er í húsinu. 6 fermetra upphituð útigeymsla er áföst húsinu og hugsuð fyrir búnað skíða- og útivistarfólks.


Sængur og koddar eru í húsinu en leigjendur þurfa að hafa með sér rúmföt, lök, handklæði,  og salernispappír. Nespresso kaffivél er í húsinu. Útihúsgögn og gasgrill eru á staðnum. Heitur pottur er við húsið. Nettenging er í húsinu. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er við húsið. Svefnpláss er fyrir 9 fullorðna í þremur herbergjum ásamt barnarúmi.


Gæludýrahús frá 4. júní - Allt dýrahald er með öllu óheimilt í þessum bústað fyrir 4. júní.

Minnum á góða umgengni í gæludýrahúsunum. Gæludýr mega ekki fara upp í rúm eða sófa. Hirða skal eftir gæludýrin. Lausaganga er ekki heimil á svæðinu.




Share by: