Á nýju ári bætist Ferðaávísunin og gjafabréf Icelandair við þau orlofsgæði sem félagar í Brú hafa aðgang að.
Frá og með 1.janúar 2025verður í boði fyrir félaga að kaupa gjafabréf í flug með Icelandair sem og kaupa Ferðaávísun sem nýtist í gistingu um land allt og fl, til viðbótar við bústaði, útilegu- og veiðikort.
Gjafabréf Icelandair
Almennar upplýsingar:
Hámarksfjöldi á ári:2 stykki.
Upphæð gjafabréfs 30.000 kr, verð til félaga:22.000 kr.
Punktafrádráttur fyrir hvert keypt bréf: 2 punktar.
Gildir í 5 ár.
Hver sem er getur nýtt gjafabréfið.
Hægt er að nýta gjafabréfið upp í margar bókanir.
Gilda upp í flug innan- og utanlands.
Gjafabréfin eru rafræn og eru send félaga í tölvupósti með kóða.
Gjafabréfin fást ekki endurgreidd.
Ferðaávísun
Ferðaávísunina er hægt að nota hjá:
Um það bil40 hótelum og gististöðum um land allt.
5 ferðaþjónustufyrirtækjum:Fjallafjöri, Ferðafélagi Íslands, Ferðafélagið Útivist, Af Stað ehf. og Guide to Europe.
Almennar upplýsingar:
Niðurgreitt er 30% af keyptri upphæð.
Hámarksniðurgreiðsla er25.000 kr.fyrir árið 2025.
Ef félagi hefur fullnýtt niðurgreiðsluna er þó alltaf hægt að kaupa meira án frekari niðurgreiðslu en fær samt áfram bestu kjörin á hótelinu.
Þau hótel sem eru inn í Ferðaávísuninni skuldbinda sig til þess að bjóða upp á bestu kjörin miðað við það sem almennt er í boði.
Er rafræn.
Alltaf hægt að fá hana endurgreidda ef hún verður ekki notuð inn á Félagavefnum, fara undir; Valmynd, Ferðaávísun, Fá Ferðaávísun endurgreidda.
Hvernig bóka ég gistingu ?
Hægt er að skoða framboð á gististöðum inn á www.stf.orlof.is
Haft er beint samband við hótelið/gististaðinn sem viðkomandi hefur hug á því að gista á í gegnum síma eða í tölvupósti.
ATH hvort það sé laust á eftirfarandi dagsetningum og láta vita að greitt verði með Ferðaávísun stéttarfélaga.
Allar bókanir á hótelum/gististöðum vegna Ferðaávísana þurfa að fara fram í gegnum síma eða tölvupóst.
Gengið er frá greiðslu við komu á hótelið/gististaðinn, þá nægir að gefa upp kennitölu og viðkomandi starfskraftur fer inn í kerfið og dregur upphæðina frá keyptri Ferðaávísun.
Allar nánari upplýsingar um Ferðaávísunina má finna inn áFélagavefnum.
Hótel og gististaðir sem eru í samstarfi við Ferðaávísunina:
Íslandshótel/Fosshótel/Grand hótel (mörg hótel um land allt)
Berjaya Iceland Hotels og Hótel Edda (Natura Reykjavík, Berjaya Akureyri, Hótel Hérað, Berjaya Mývatn, Berjaya Höfn,Hótel Edda)
Kea hótel Akureyri
Center hótels
Artic hótels
Hótel Siglunes
Vogur Sveitasetur
Landhótel
Hótel Ísland
Hótel Laugarbakki
Hótel Katla
Sigló hótel
Reykjavík Lights
Storm hótel
Hótel Grímsborgir
Hótel Ísafjörður
Konvin hótel
Hótel Heydalur
Hótel Höfn
Hótel Keflavík
Hótel Vestmanneyjar
Langaholt
Hótel Breiðdalsvík
Alba gistiheimili
Hótel Norðurland
Hótel Varmahlíð
Það eru alltaf að bætast við samstarfsaðilar inn í Ferðaávísunina, hægt er að skoða alla samstarfsaðila inn á Félagavefnum undir Ferðaávísun.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá staðsetningu hótela/gististaða vítt og breitt um landið: