Velkomin í STÉTTARFÉLAGIÐ

Brú félag stjórnenda

Lífsgæði og öryggi fyrir fólk á öllum aldri

ÓSKA EFTIR AÐILD

Efst á baugi

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum

Eftir Brú félag stjórnenda 21. október 2024
Opnar á morgun 22.október kl: 13:00

Eftir Brú félag stjórnenda 16. október 2024
Námskeið um lífeyrismál og starfslok Björn Berg fjármálaráðgjafi og fyrirlesari mun halda frábært námskeið um lífeyrismál og starfslok þriðjudaginn 14.janúar 2025, frá kl: 17:00 - 20:00 fyrir félaga Brúar. Námskeiðið verður haldið á 4 hæð, Hlíðarsmára 8 í sal Læknafélags Íslands. Um námskeiðið: Námskeiðið hentar vel fyrir 55 ára og eldri. Við viljum öll hafa það gott fjárhagslega. Til að svo megi verða á lífeyrisaldri reynir á að teknar séu réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur. Lífeyristöku þarf að sníða að stöðu og smekk hvers og eins og þar sem um mikil værðmæti er að ræða borgar sig að vanda vel til verka. Björn hefur haldið hundruð fyrirlestra og námskeiða um lífeyrismál, skrifað um þau fjölda greina og verið virkur í umræðu um lífeyris- og starfslokamál um árabil. Á námskeiðinu er farið yfir flókið kerfi á mannamáli og verða þátttakendur full færir um að undirbúa sín starfslok með þeim hætti sem þeim hentar best. Hægt er að sjá námskeiðið hér . Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið verður sent í tölvupósti.
Eftir Brú félag stjórnenda 27. september 2024
Ævintýri í Jólaskógi Brú gefur félagsfólki sínu tækifæri á að fara á hið vinsæla vasaljósaleikrit í Guðmundarlundi, Ævintýri í jólaskógi, þann 7.desember. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.  Eftir sýninguna: er hægt að fá mynd af sér með jólasveininum gæða sér á heitu kakói og piparkökum Mánudaginn 21.október fá félagar í Brú sendan Tix-hlekk í tölvupósti til þess að kaupa miða og er miðaverð einungis 500 kr (fullt verð er 3.800 kr). Hámarksfjöldi miða á hvern félaga eru 5 miðar. Athugið að miðafjöldi er takmarkaður. Gott er að yfirfara að netfang sé rétt skráð inn á mínum síðum . Gönguferðin um skóginn tekur tæpan klukkutíma. Áhorfendur eru beðnir að klæða sig eftir veðri, koma vel skóaðir og með gott vasaljós en öll þessi atriði eru nauðsynleg til að hægt sé að njóta sýningarinnar til hins ítrasta. Sýningin er hugsuð fyrir börn fjögurra ára og eldri en að sjálfsögðu eru öll velkomin. Athugið að gönguleiðin er þó ekki fær kerrum eða hjólastólum. Frítt er fyrir tveggja ára og yngri. Einnig er óskað eftir að hundar séu ekki með í för, bæði svo þeir trufli ekki sýninguna eða aðra gesti. Um sýninguna Ferðalagið hefur verið varðað með jólakúlum, luktum og öðru jólaskrauti svo áhorfendur eigi það ekki á hættu að villast í skóginum. Eftir stutta göngu koma áhorfendur síðan að fyrsta „sviðinu“ þar sem Skjóða tekur á móti þeim og flytur einleikinn „Fyrir jólin“. Verkið er tæpar tíu mínútur í flutningi og þegar því lýkur heldur hópurinn áfram ferð sinni um skóginn. Litlu innar rekast áhorfendur á Leppalúða sem segir söguna „Jólagrauturinn“ og enn lengra inn í skóginum hittum við fyrir jólasveinamóðurina sjálfa, tröllskessuna Grýlu. Hún færir okkur í allan sannleikann um „Það besta við jólin“. Að lokum leiðir ferðalagið hópinn okkar til Hurðaskellis sem flytur „Jólaball“ í miðjum skóginum í Guðmundarlundi og rekur með því smiðshöggið á sýninguna.
ELDRI FRÉTTIR

Hvers vegna að vera félagi í Brú?

Félag sem mætir þörfum félagsfólks

Traust og vel stætt félag

Góðar tryggingar

Traustir kjarasamningar

Margskonar styrkir (einn styrkur skerðir ekki annan)

Orlofshlunnindi

Aðstoð við að leysa úr vinnutengdum ágreiningi

Frábært stjórnendanám í fjarnámi

8 orlofshús


Margskonar stuðningur við félagsfólk í leik og starfi


Einn styrkur skerðir ekki annan

Góðir sjúkra- og menntasjóður

ÖFLUGT FÉLAGSSTARF SÍÐAN 1919

BRÚ félag stjórnenda á sér langa og farsæla sögu. Félagið hefur starfað óslitið frá árinu 1919 þegar Verkstjórafélag Reykjavíkur var stofnað.


Fyrstu áratugina sinnti félagið hagsmunabaráttu verkstjóra en þegar leið á 20 öldina var félagið opnað fyrir aðra stjórnendur og nafni þess breytt í BRÚ félag stjórnenda. Fyrir utan hagsmunabaráttu og aðstoð við félagsmenn hafa orlofsmál alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins.

 Fræðsla og símenntun hafa löngum einkennt starf félagsins enda er stefna félagsins að auka hæfni og þekkingu félaganna. Félagið er aðili að stjórnendanáminu við Háskóla Akureyrar, sem er 100% fjarnám. Félagið hefur alla tíð staðið fyrir skemmtunum fyrir félagsmenn og hefur jólaball félagsins verið haldið á hverju ári allt frá 1919. 100 ára afmælishátíð félagsins var haldin í Háskólabíó með stórtónleikum að viðstöddum fjölda félaga.


Framtíð Brúar er björt, stefna hefur verið mörkuð til að starfið verði enn þá öflugra og betra í framtíðinni.

Share by: