HRÓKALAND 1

UM ORLOFSHÚSIÐ

Nýjasta hús félagsmanna BRÚ. Glæsilegt nýtt hús sem tekið var í notkun í janúar 2022. Húsið er 108,6 fermetra heilsárshús rétt ofan Akureyrar. Staðsetning Hálanda er

við Hlíðarfjallsveg, u.þ.b. miðja vegu á milli skíðaaðstöðu Akureyringa í Hlíðarfjalli og

bæjarins. Í húsinu er borðbúnaður fyrir 10 manns. Sjónvarp og útvarp og ótakmörkuð

 internettenging. Ísskápur, uppþvottavél, örbylgjuofn Nespresso kaffivél og önnur eldhúsáhöld fylgja í húsinu Þvottavél og þurrkari eru í húsinu. Rafmagn, heitt og kalt vatn. Hleðslustöð fyrir rafmangnsbíla. Svefnpláss er fyrir 9 manns í rúmum í þremur herbergjum ásamt barnarúmi. Rúmfatnaður fylgir hverju rúmi, en leigjendur hafi með sér sængurfatnað, handklæði, diskaþurrkur, borðklúta og salernispappír.  Heitur pottur er í húsinu. 6 fermetra upphituð

útigeymsla er áföst húsinu og hugsuð fyrir búnað skíða- og útivistarfólks. Sannarlega

góður staður fyrir útivist að sumri sem vetri.

Allt dýrahald er með öllu óheimilt í bústöðunum.

Lyklar afhentir á skrifstofu.


Share by: