Um orlofshúsið
Húsið er byggt 2005 og er í landi Ásgarðs í Grímsnes og Grafningshreppi. Húsið er 76 m² að grunnfleti og með svefnlofti, hiti er í gólfum og ca 170 m2 verönd er í kring um húsið. Parket er á öllum gólfum og öryggiskerfi í húsinu. Heitur pottur og geymsluhús er við pallinn.