ORLOFSKOSTIR

ORLOFSHÚS

Húsin eru leigð út viku í senn og er leiguvikan frá föstudegi kl. 16:00 til föstudags 14:00.

Dvöl í orlofshúsum kostar kr. 39.900 vikan, helgin kostar kr. 22.000. Þetta verð á við um

bústaðina í Skorradal og í Áshvömmum. Hrafnaland og Hrókalandi á Akureyri kostar vikan

kr. 49.900 og helgin kostar kr. 34.000. Kerhraun 86 og 85 í Grímsnesi er verð 49.900 vikan og helgin 34.000. Hægt er að leggja greiðsluna inn á reikn. nr. 0111-26-96619

kt. 680269-6619


Athygli skal vakin á því að öll orlofshúsin eru eign okkar allra félagsmanna og allir sem

hafa afnot af þeim eiga að hugsa um þau sem sína eign og ganga um þau eins og um

aðrar eignir sínar. Skiljið við bústaðina eins og þið viljið koma að þeim. Allt dýrahald er

með öllu óheimilt í bústöðunum.


Varðandi notkun báta í Skorradal verða þeir sem leigja húsin yfir sumarið að tryggja að

bátarnir séu vel festir svo engin hætta sé á að þeir losni og reki út, einnig verður að passa

að börn noti ekki bátana nema í umsjón og undir eftirliti fullorðinna.

FERÐASTYRKIR

Úthlutað er orlofsstyrkjum vegna endurgreiðslu orlofsúrræða svo sem flugfarmiðum, gistikostnaðar innanlands og utan, einnig vegna leigu á hjólhýsum, fellihýsum og fl.

Sækja þarf um þessa styrki á sama stað og sótt er um orlofsaðstöðu og gilda sömu reglur um úthlutun. Þ.e. Inneign orlofspunkta ræður því hver fær styrkinn, þó þurfa alltaf að líða þrjú ár á milli orlofstyrkja. Styrkurinn er kr. 30.000.

Umsóknarfrestur er og verður auglýstur á vef BFS. Þeir sem sækja um styrkinn fá tilkynningu um hvort þeir fái  úthlutun eða ekki. Framvísa þarf kvittun fyrir 1. nóvember ár hvert til að fá styrkinn greiddan. Sótt er um styrkinn í gegnum hlekkinn á þessari síðu.

Ath: Þegar sótt er um ferðastyrk verður að setja inn dagsetningu frá og til, en það skiptir ekki máli í því tilfelli hvaða dagsetningar eru valdar.


VEIÐKORT – ÚTILEGUKORT

Einnig býður Brú félag Stjórnenda upp á „Veiðikortið“ og „Útilegukortið“, en þau eru keypt

beint af skrifstofu BFS að Hlíðarsmára 8, Kópavogi. 

Veiðikortið kostar 4.500 kr. Útilegukortið kostar 18.000 kr.

Share by: