Brú | Styrkir
486
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-486,page-child,parent-pageid-310,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-13.1.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.4.5,vc_responsive
 

Styrkir

Greitt skoðunargjald

 • Greitt skoðurnargjald hjá leitarstöðvum krabbameinsfélaga, Heyra- og Talmeinastöðva.
 • Geitt er 75% af kostnaði vegna heilsufarsskoðunar á 4ra ára fresti, hámark kr. 36.000
 • Sjóðsfélagar geta sótt um styrk fyrir áhættumatsskoðun hjá Hjartavernd eða sambærilegum aðila, fá greitt 75% af kostnaði (af forskoðunargjaldi Hjartaverndar) á 4ra ára fresti, þó að hámarki kr. 25.000.
 • Reglubundin krabbameinsleit (kembileit), greitt 75% af kostnaði, hámark kr. 32.000 á 24 mánaða tímabili.
 • Hópskoðun kvenna greid að fullu miðað við gjaldskrá Krabbameinsfélagsins þ.e. legháls- og brjóstaskoðun.

Hveragerði NFLÍ

Greitt vegna endurhæfingar félagsmanns í starfi, í allt að 28 daga á hverju 12 mánaða tímabili á heilsuhæli innanlands viðurkenndu af Tryggingastofnun.  75% af kostnaði, hámark kr. 150.000.  Tilvísun frá lækni og reikningur fylgi umsókn.  Miða skal við flokk 2 í N.L.F.Í. (Gullströnd)

 

Sjúkraþjálfun Hlstöðin

 • Greitt er 75% af kostnaði fyrir hvert skipti, hámark kr. 3.500 í allt að 35 skipti yfir 12 mánaða tímabil á móti Sjúkratryggingum Íslands.
 • Sjúkraþjálfun, sjúkranudd hjá löggiltum aðila, meðferð hjá kírópraktor greidd er sama krónutala og með sama hætti og vegna sjúkraþjálfunar. Löggilt greiðslukvittun fylgi umsókn.
 • Greitt er 75% af kostnaði fyrir Sjúkraþjálfun/HL stöðin hámarksgreiðsla kr. 6.000 pr. mánuð.

Lögfræðiþjónusta

Samband stjórnendafélaga gefur félagsmönnum kost á ráðgjöf um lögfræðileg efni hjá lögfræðingi.  Panta þarf tíma hjá STF í síma 553-5040

Sálfræðingur/félagsráðgj.

Greitt er 75% af kostnaði fyrir hvert skipti, hámark kr. 12.000 í allt að 20 skipti yfir 12 mánaða tímabil.

 

Kíropraktor, nudd

Hjá löggiltum aðila, meðferð hjá Kírópraktor greidd sama krónutala og með sama hætti og vegna sjúkraþjálfunar. Tilvísun frá lækni fylgi.

Sjúkraþjálfun

Greitt 75% af kostnaði fyrir hvert skipti, hámark 3.500 kr. í allt að 35 skipti yfir 12 mánaða tímabil á móti sjúkratryggingum Íslands.

Glasa- og Tæknifrjógun

Styrkur vegna frjósemismeðferðar;  greitt er 75% af kostnaði, hámark kr. 150.000, allt að 4 sinnum á 2ja ára fresti.

Fæðingastyrkur og ættleiðing

Félagsmaður, móðir eða faðir nýfædds barns, á rétt á fæðingarorlofsgreiðslu hvenær semer á fyrstu 8 vikum eftir fæðingu í 10 vinnudaga samfellt 10.000 kr. á dag.  Þetta gildir einnig ef um frumættleiðingu eða töku barns yngra en fimm ára í varanlegt fóstur er að ræða.  Fæðingarvottorð, vottorð um heimkomu barns og/eða vottorð um ættleiðingu skal fylgja umsókn.  Sjóðurinn greiðir hluta kostnaðar vegna ættleiðinga að hámarki 200.000 kr. fyrir hvert barn, á hverju 24 mánaða tímabili.  Samkvæmt framlögðum reikningum.

Fæðingarorlof

Stjórnandi (karl eða kona) fær 100.000 kr. Fæðingarstyrk, skila fæðingarvottorði og staðfestingu frá vinnuv. um frí frá vinnu.

Krabbameinsleit

(Kembileit) 75% af kostnaði, hámark 32.000 kr. á 2ja ára fresti.  Hópskoðun kvenna greidd að fullu, þ.e. legháls og brjóstaskoðun.

Menntunarstyrkur

 • Sjóðurinn greiðir að hámarki 80% af kostnaði hvers námskeiðs.  Hámarksstyrkur sem hver einstaklingur getur fengið fyrir starfstengt nám er kr. 150.000kr. á ári.  Þegar stótt er um námsstyrk í langra/dýrara nám og námskostnaður  fer yfir
  3×150.000 = 450.000kr. sem er hámarksstyrkur sem hægt er að fá á þremur árum, þá getur sjóðsfélagi fengið greiddan styrkinn í tveimur hlutum hafi umsækjandi staðist námið.  Sjóðsstjórn getur gert undanþágu frá þessari reglu.
 • Sjóðurinn greiðir að hámarki 150.000 kr. á ári af kostnaði vegna fjarnáms, ferða- og gistikostnaðar ef félagsmaður þarf að sækja staðarlot/próf.  Ef vegalengdin milli heimilis og fræðslustofnunar er að lágmarki 100 km.  Skilyrði fyrir veitingu þessa styrks er að félagsmaður skili inn sundurliðuðum reikningi og umsókn á þar til gerðum eyðublöðum með staðfestingu fræðslustofnunnar.  Sjóðsstjórn getur gert undanþágu frá þessari reglu.  Hámarksstyrkur tekur mið af upphæð SA/STF sjóðsins og hækkar í samræmi við hann.
 • Ferðastyrkur:  Sæki félagsmaður um styrk til náms utan lögheimilis getur hann sótt um ferðastyrk fyrir allt að 30.000kr. á ári eða 10.000 kr. fyrir eina ferð.  Skilyrði fyrir veitingu ferðastyrks er að vegalengdin milli heimilis og fræðslustofnunnar er að lágmarki 100 km.  Félagsmaður þarf að skila inn umsókn á þar til gerðum eyðublöðum með staðfestingu fræðslustofnunnar.

Íþróttastyrkur

Krónur 20.000 einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili.

Heyrnartæki

Styrkur til kaupa heyrnatækja 75 % af kostnaði, hámark kr. 150.000 á hvort eyra á 4ra ára fresti.

Leyseraugnaðgerðir

Styrkur til laseraugnaðgerða 75% af kostnaði, hámark kr. 150.000 á 4ra ára fresti.

Gleraugnastyrkur

Styrkur til kaupa sjónglerja/linsur. 75% af kostnaði, hámark kr. 60.000 á 4ra ára fresti.

Dánarbætur

VSSÍ greiðir dánarbætur:

Vegna fráfalls stjórnanda, sem hættur er starfi, aldraður/öryrki 300.000 kr.
Vegna fráfalls stjórnanda í starfi 520.000 kr. Maki og börn y.en 20 ára fá að auki 520.000 kr. (eitt barn) + 260.000 með hverju barni eftir það.

 

Bfs greiðir 146.652 kr. ( til viðbótar þess sem VSSÍ greiðir )
Vegna fráfalls barns starfandi verkstjóra/stjórnanda 260.000 kr.
Vegna fráfalls maka starfandi verkstjóra/stjórnanda 300.000 kr.
Vegna langveiks barns starfandi verkstjóra 314.160 kr. á 12 mánaða fresti.

Bótastyrkur við fráfall

 • Við fráfall félagsmanns sem var í starfi greiðist (þeir einir sem greitt er af samningsbundin stéttafélagsgjöld fá greidda)  dánarbætur 520.000 kr. enda hafi viðkomandi verið sjóðsfélagi í a.m.k. 12 mánuði þegar dauða hans bar að höndum.  Komi hann með full réttindi úr öðrum sjóði skal taka mið af þeim.  Greiða efetirlifandi maka eða forráðamanni barns félagsmanns fyrir eitt barn innan 18 ára aldurs 520.000 ( Með hverju barni eftir það kr. 260.000). (Fylgi launabreytingum Samtaka atvinnulífsins).
 • Ef félagsmaður er á sjúkradagpeningum þegar hann fellur frá, greiðast sömu dánarbætur og fyrir félagsmann í fullu starfi.  Ekki eru greiddar fullar dánarbætur, eigi félagsmaður rétt eða fái greiddan fullan örorkulífeyri.  Við sérstakar aðstæður er sjóðsstjórn heimilt að greiða maka viðbótargreiðslur.  Við fráfall heiðursfélaga STF greiðist sama krónutala og félagsmaður í starfi.
 • Brú félag stjórnenda greiðir kr. 146.652 til viðbótar greiðslu frá sjúkrasjóði.