Brú | Lög BFS
401
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-401,page-child,parent-pageid-310,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-13.1.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.4.5,vc_responsive
 

Lög BFS

BRÚ – FÉLAG STJÓRNENDA

1. KAFLI

Nafn, heimili, starfssvæði og tilgangur.

1.1 Félagið heitir BRÚ – FÉLAG STJÓRNENDA. Skammstöfun BFS.

1.2 Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

1.3 Félagið er skipulagsbundið stéttarfélag stjórnenda og annarra sem gegna

ábyrgðarstöðum, (sbr. 3.1). Sem heild hefur það engin afskipti af stjórnmálum.

2. KAFLI

Aðildarsamband.

2.1 Félagið er aðili að Verkstjórasambandi Íslands (skammstafað VSSÍ) og starfar skv.

lögum og fyrirmælum.

3. KAFLI

Félagsaðild og félagsgjöld.

3.1 Félagsmenn geta þeir einir orðið: Sem starfa sem stjórnendur eða gegna öðrum

ábyrgðarstörfum.

3.2 Aðili sem óskar eftir inngöngu í félagið, skal senda skrifstofu skriflega inntökubeiðni á

þar til gerðum eyðublöðum. Beiðni þessari skulu fylgja þau gögn sem krafist er á

hverjum tíma. Umsækjandi skal vera skuldlaus við önnur aðildarfélög VSSÍ.

Samþykki tveggja stjórnarmanna þarf til þess að umsækjandi geti orðið löglegur

félagsmaður. Skal honum tilkynnt niðurstaðan bréflega.

3.3 Verði sett lög á Alþingi, er kveða á um menntun og hæfni stjórnenda, skulu

inntökuskilyrði í félagið tekin til athugunar með hliðsjón af þeim lögum.

3.4 Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg.

3.5 Aðalfundur ákveður félagsgjald hverju sinni og skiptingu þess á milli sjóða.

3.6 Sé félagsmaður án launa/bóta vegna veikinda eða atvinnuleysis ber honum ekki að

greiða félagsgjald, sýni hann fullnægjandi vottorð, nema hann njóti bóta sbr. 5.gr.

sjúkrasjóðs VSSÍ.

3.7 Félagsmaður sem orðinn er 70 ára er undanþeginn félagsgjaldi.

3.8 Stjórn er heimilt að fella niður félagsgjald í eitt ár í senn sé félagsmaður frá launuðu

starfi vegna veikinda eða af öðrum ástæðum, enda hafi verið um það sótt til stjórnar.

3.9 Stjórn er heimilt að fella niður félagsgjald til hálfs, vinni félagsmaður sannanlega hálft

starf sökum heilsubrests.

3.10 Gjalddagar félagsgjalda eru 10. hvers mánaðar. Hafi félagsmaður eigi greitt

félagsgjald síðastliðins árs, 15 janúar, er heimilt að innheimta gjöldin í einu lagi hjá

vinnuveitanda viðkomandi félagsmanns.

3.11 Ef félagsmaður hefur ekki greitt félagsgjald í 13 vikur missir hann öll félagsréttindi og

öðlast þau ekki aftur fyrr en hann hefur greitt skuld sína að fullu eða sýnt kvittanir frá

vinnuveitanda um greidd gjöld.

3.12 Stjórn hefur heimild til að fella út af félagaskrá hvern þann sem ekki hefur greitt

áskilin gjöld til félagsins í eitt ár.

4. KAFLI

Réttindi og skyldur félagsmanna.

4.1 Réttindi félagsmanns eru:

Kjörgengi í trúnaðarstörf innan félagsins.

Málfrelsi, tillöguréttur og atkvæðisréttur um málefni félagsins samkvæmt

fundarsköpum þess.

4.2 Skyldur félagsmanna eru:

Að virða lög félagsins, fyrirskipanir og samninga.

Að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Að fylgjast með því að félagsgjöld greiðist reglulega.

Að halda öllu því sem fram fer á fundum félagsins stranglega innan vébanda þess.

4.3 Hafi félagsmaður gegnt trúnaðarstörfum í félaginu í tvö kjörtímabil í röð getur hann

skorast undan endurkosningu í jafnlangan tíma.

5. KAFLI

Réttindamissir og brottrekstur.

5.1 Falli grunur á félagsmann um að hann hafi gerst sekur um að vinna gegn stefnu

félagsins, samþykktum eða samningum, skal stjórn félagsins rannsaka málið eins vel

og unnt er. Verði sekt félagsmanns sönnuð skal stjórnin kveða hann á sinn fund, ræða

málið við hann og gefa honum áminningu. Fari svo að áminningin komi ekki að gagni

skal stjórnin víkja manninum úr félaginu fyrirvaralaust.

5.2 Félagsmönnum er óheimilt að ganga inn á verksvið hvers annars á einn eða annan hátt

og ekki hrekja hvern annan frá verki með lægri launatilboði.

6. KAFLI

Verkföll og verkbönn.

6.1 Félagsmenn eru algerlega hlutlausir í kaupdeilum, hvort sem um er að ræða verkföll

eða verkbönn. Skylt skal þó hverjum starfandi félagsmanni að gæta þess verðmætis er

hann hefur umsjón með og verja það skemmdum eftir eigin getu.

7. KAFLI

Stjórn félagsins, framboð og kosningar.

7.1 Stjórn félagsins skipa 5 menn: formaður, ritari, gjaldkeri, varaformaður og

meðstjórnandi.

7.2 Varamenn skulu vera tveir og hafa rétt til setu á öllum stjórnarfundum, þeir skulu hafa

málfrelsi og tillögurétt. Þurfi að kalla varamenn til starfa innan stjórnar skal fyrst kalla

til þann varamann sem setið hefur lengur.

7.3 Framboð til formanns, ritara, gjaldkera, varaformanns, meðstjórnanda, tveggja

varamanna, fastanefnda og skoðunarmanna reikninga skulu berast skriflega til

skrifstofu félagsins eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund. Framboðin skulu vera

staðfest af frambjóðanda og merkt kjörnefnd. Þar skal koma fram í hvaða embætti

frambjóðandi gefur kost á sér. Þegar skilafrestur á framboðum er liðinn, skal kjörnefnd

yfirfara þau þannig að nafn hvers frambjóðanda komi aðeins einu sinni fram á

kjörseðli, einnig að framboð sé samkvæmt lögum félagsins.

7.4 Formaður, ritari, gjaldkeri, varaformaður, meðstjórnandi og varamenn skulu kosnir til

tveggja ára, þannig að annað árið skulu kosnir 2 aðalmenn og 1 varamaður og hitt árið

3 aðalmenn og 1 varamaður.

Seta í stjórn er þó ekki takmörkuð í tvö ár. Fastanefndir og skoðunarmenn reikninga

skal einnig kjósa til tveggja ára.

Kosnir skulu:

– 2 menn í styrktar- og minningarsjóðsnefnd og 1 til vara

– 3 menn í orlofsnefnd og 1 til vara.

– 2 menn í vinnudeilusjóðsnefnd og 1 til vara.

Nefndarmenn skipta með sér störfum.

Einnig skal kjósa:

– 2 skoðunarmenn og 1 til vara.

7.5 Atkvæðaseðill er ógildur ef á hann eru rituð fleiri nöfn en kjósa skal. Heimilt er að

kjósa hverja fastanefnd í einni kosningu og skoðunarmenn reikninga.

7.6 Komi ekki mótframboð telst frambjóðandi sjálfkjörinn.

8. KAFLI

Störf stjórnar, stjórnarmanna og trúnaðarráðs.

8.1 Störf stjórnar:

8.1.1 Sjá um að aðalfundur sé haldinn á réttum tíma og aðrir fundir séu haldnir ef þörf

krefur.

8.1.2 Annast ráðningu starfsmanna félagsins.

8.1.3 Gera tillögu um laun stjórnar, fastanefnda og skoðunarmanna reikninga og skal leitað

samþykkis aðalfundar.

8.1.4 Annast útgáfu fréttabréfs svo oft sem kostur er.

8.1.5 Sjá um að lögum þessum sé framfylgt.

8.2 Störf einstakra stjórnarmanna:

8.2.1 Formaður félagsins er forseti stjórnar þess og kemur fram fyrir hönd félagsins út á við.

Hann ber ábyrgð á skrifstofu félagsins og daglegum rekstri.

8.2.2 Ritari félagsins skráir í fundagerðarbók stjórnar stuttorða og greinagóða fundargerð

um það sem fram fer á stjórnarfundum. Skulu allir viðstaddir stjórnarmenn undirrita

fundargerðina.

8.2.3 Ritari, eða starfsmanni félagsins í umboði hans, er skylt að varðveita öll bréf send og

móttekin svo og önnur skilríki er varða félagið og störf þess.

8.2.4 Ritari, eða starfsmaður félagsins í umboði hans sér um bréfaskriftir fyrir stjórnina,

birtir félagsmönnum bréf og tilkynningar og heldur félagaskrá.

8.2.5 Gjaldkeri, eða starfsmaður félagsins í umboði hans, varðveitir sjóði félagsins og

verðbréf, greiðir reikninga, ábyrgist færslu bókhalds og ársreikninga.

8.2.6 Gjaldkeri, eða starfsmaður félagsins í umboði hans, skal í samráði við aðra

stjórnarmenn sjá um að sjóðir félagsins séu ávaxtaðir á sem hagkvæmastan hátt í

sjóðum banka, sparisjóða eða ríkistryggðum skuldabréfum.

8.2.7 Gjaldkeri, eða starfsmaður félagsins í umboði hans, skal sjá um að reikningar félagsins

séu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda eða viðskiptafræðingi og skulu þeir

lagðir fram endurskoðaðir á skrifstofu félagsins til sýnis öllum félagsmönnum eigi

síðar en 15 dögum fyrir aðalfund. Reikningsár félagsins er almanaksárið.

8.3. Trúnaðarráð:

8.3.1. Stjórn félagsins skal að aðalfundi loknum velja 20 félagsmenn eða fleiri, af hinum

ýmsum vinnustöðum í trúnaðarráð. Skulu þeir vera stjórninni til aðstoðar um

framkvæmd félagsmála.

8.3.2. Trúnaðarráð kýs úr sínum hópi 5 menn og 3 til vara í baknefnd/kjörnefnd. Nefndin

skiptir með sér störfum.

9. KAFLI

Fundir.

9.1 Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins og hann skal haldinn á tímabilinu

febrúar til aprílloka ár hvert. Stjórnin geri grein fyrir störfum félagsins á liðnu ári og

leggur fram endurskoðaða reikninga. Fundurinn er lögmætur ef til hans hefur verið

boðað skriflega með 15 daga fyrirvara. Í fundarboði skal koma fram dagskrá fundarins

og geta skal lagabreytinga ef fyrirhugaðar eru.

9.2 Aðalfundi stjórnar sérstakur fundarstjóri sem kosinn skal með meirihluta atkvæða

fundarmanna. Á sama hátt skal kjósa fundarritara. Stjórnarmönnum er óheimilt að

gegna embættum aðalfundar. Stjórnin semur dagskrá fyrir fundinn, en að útræddum

þeim málum sem á dagskrá eru getur fundarstjóri leyft aðrar umræður ef þess er óskað.

Eigi síðar en 15 dögum eftir aðalfund skal fundargerð liggja frammi undirrituð af

fundarritara og fundarstjóra á skrifstofu félagsins. Skriflegar athugasemdir við

fundargerðina skulu teknar til umræðu á næsta félags- og/eða aðalfundi.

9.3 Takist eigi að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi skal boðað til framhaldsaðalfundar

með 6 daga fyrirvara. Honum ber að stjórna samkvæmt lið 9.2 þessara

laga.

9.4 Félagsfundi skal halda svo oft sem þörf krefur að áliti stjórnar. Einnig ef 10 eða fleiri

félagsmenn æskja þess. Félagsfundir eru lögmætir ef til þeirra er boðað með 6 daga

fyrirvara.

9.5 Meðferð mála á fundum félagsins fer eftir fundarsköpum þess. Stjórnin getur látið fara

fram allsherjaratkvæðagreiðslu um meiriháttar mál ef hún álítur þess þörf, einnig ef 10

félagsmenn óska þess, þó að undangengnum umræðum um málið.

10. KAFLI

Heiðursfélagar.

10.1 Heiðursfélagar geta þeir félagsmenn einir orðið sem unnið hafa félaginu sérstaklega

mikið gagn. Þó skulu þeir aldrei vera fleiri en 12 í einu. Stjórn félagsins hefur heimild

til að velja heiðursfélaga er henni þykir ástæða til og sérstakir verðleikar eru fyrir

hendi. Skal hún afhenda þeim gullmerki félagsins ásamt heiðursskjali.

10.2 Heiðursfélagar eru undanþegnir gjaldskyldu en halda öllum þeim félagsréttindum sem

þeir áður höfðu.

11. KAFLI

Ágreiningsmál.

11.1 Rísi ágreiningur milli félagsmanna innbyrðis eða milli stjórnar og félagsmanna

varðandi skilning á lögum þessum er deiluaðilum heimilt að vísa málinu til stjórnar

VSSÍ sem síðan fellir úrskurð um það.

11.2 Verði ágreiningur milli atvinnurekanda og stjórnanda í atvinnumálum er viðkomandi

félagsmanni skylt að leggja málið strax fyrir stjórn félagsins, sem tekur það til

athugunar og reynir að miðla málum.

12. KAFLI

Niðurlagsákvæði og lagabreytingar.

12.1 Komi fram tillaga um að lögbinda félagið við annað félag, eða félög, eða um að slíta

slíku sambandi þarf, til þess að sú breyting verði löglega samþykkt, sömu fundarboðun

og til aðalfundar og sama atkvæðamagn og um lagabreytingar.

12.2 Ekki er hægt að leysa félagið upp meðan 10 félagar þess vilja halda því saman. Leysist

það upp skulu allar eignir þess og skjöl afhent stjórn VSSÍ til varðveislu. Verði stofnað

nýtt félag á félagssvæðinu innan fimm ára, og hafi það félag gengið í VSSÍ, skal

afhenda því allar eignir hins fyrra félags. Að öðrum kosti skulu eignirnar renna í sjóð

VSSÍ.

12.3 Tillögur til lagabreytinga skulu vera skriflegar og hafa borist á skrifstofu félagsins

fyrir 10. janúar og skulu þær síðan fjölritaðar og liggja frammi á skrifstofu félagsins

eigi síðar en 15 dögum fyrir aðalfund. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða fundarmanna

þarf til þess að lagabreytingar nái fram að ganga

12.4 Lögum þessum má ekki breyta, úr þeim fella né við þau bæta nema á lögmætum

aðalfundi.

12.5 Lög þessi skal endurskoða á tveggja ára fresti frá samþykkt þeirra.

Þannig samþykkt á aðalfundi Brúar-Félags stjórnenda, 21. mars 2011

Næst á að skoða þessi lög: 2011-2013

SKIPULAGSSKRÁ FYRIR STYRKTAR- OG MINNINGARSJÓÐ

1. grein.

Sjóðurinn heitir „Styrktar- og minningarsjóður Brú – félag stjórnenda”.

2. grein.

Sjóðurinn var stofnaður af framlögum félagsmanna árið 1921. Tekjur hans eru ársframlag

gjaldskyldra félagsmanna eins og þau eru ákveðin á aðalfundi ár hvert ásamt vöxtum af

eignum sjóðsins og hvers konar öðrum tekjum er sjóðnum kunna að vera ætlaðar.

3. grein.

Tilgangur sjóðsins er:

Að greiða við fráfall félagsmanns, þ.e. þeim er sér um útför hans framlag úr sjóðnum eins og

það er ákveðið á aðalfundi ár hvert. Stjórn félagsins er heimilt að heiðra minningu látinna

félaga með því að greiða allan útfararkostnað þeirra.

4. grein.

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur þar til kjörnum mönnum, þ.e. tveimur aðalmönnum og

einum varamanni auk eins manns úr stjórn BFS. Reikninga sjóðsins skal fara með sem aðra

reikninga félagsins og aðalfundur kveður upp úrskurð um þá.

Þannig samþykkt á aðalfundi Brúar –Félags stjórnenda 21. mars 2011

Reglugerð Orlofssjóðs Brú – Félag stjórnenda, samþykkt á aðalfundi mars 2011.

1. grein

Sjóðurinn heitir Orlofssjóður Brú – Félag stjórnenda og er eign þess. Stjórn sjóðsins skipar

stjórn BFS.

2. grein.

Tilgangur sjóðsins er að veita félagsmönnum möguleika á dvöl í orlofshúsum.

3. grein.

Tekjur sjóðsins eru:

a. Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins

b. Leigutekjur af orlofshúsum.

c. Gjafir og áheit til sjóðsins og annað sem sjóðsstjórn gerir til að afla honum tekna.

4. grein.

Óheimilt er að leyfa einstaklingum að reisa hvers konar mannvirki á orlofssvæðum félagsins.

5. grein.

Allar meiriháttar eignabreytingar eru háðar samþykki félagsfundar.

Orlofsnefnd.

1 grein.

Kosin skal orlofsnefnd á aðalfundi og hana skipa fjórir þar til kjörnir menn þ.e. þrír aðalmenn

og einn varamaður auk eins manns úr stjórn BFS og skal hann ætíð vera formaður

nefndarinnar.

2. grein.

Orlofsnefnd sér um úthlutun orlofshúsa.

3. grein.

Orlofsnefnd gerir tillögur um rekstur og viðhald orlofshúsa á sem hagkvæmastan hátt svo

sem aðkeypt viðhald og eftirlit þar sem því verður viðkomið.

Þannig samþykkt á aðalfundi Brúar – Félags stjórnenda, (ath) 21. mars 2011

REGLUGERÐ VINNUDEILUSJÓÐS

Brú – Félag stjórnenda.

1. grein.

Sjóðurinn heitir „Vinnudeilusjóður Brú – Félag stjórnenda” og er eign þess. Stjórn sjóðsins

skipa þrír þar til kjörnir menn, þ.e. tveir aðalmenn og einn varamaður auk eins manns úr

stjórn BFS

2. grein.

Tilgangur sjóðsins er að veita félagsmönnum fjárhagsstuðning í vinnudeilum.

3. grein.

Tekjur sjóðsins eru ákveðið hlutfall af félagsgjöldum sem skulu endurskoðast á aðalfundi ár

hvert. Reikninga sjóðsins skal fara með sem aðra reikninga félagsins og aðalfundur kveður

upp úrskurð um þá.

Þannig samþykkt á aðalfundi Brúar – Félags stjórnenda, 21. mars 2011