VELKOMIN

SKRIFSTOFA FÉLAGSINS

Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur.

Sími 562 7070

bfs@bfs.is

Kt: 680269-6619

HAFA SAMBAND

ÖFLUGT FÉLAGSSTARF

SÍÐAN 1919

BRÚ félag stjórnenda á sér langa og farsæla sögu. Félagið hefur starfað óslitið frá árinu 1919 þegar Verkstjórafélag Reykjavíkur var stofnað. Fyrstu áratugina sinnti félagið hagsmunabaráttu verkstjóra en þegar leið á 20 öldina var félagið opnað fyrir aðra stjórnendur og nafni þess breytt í BRÚ félag stjórnenda. Fyrir utan hagsmunabaráttu og aðstoð við félagsmenn hafa orlofsmál alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins og árið 1973 eignaðist félagið fyrsta orlofshúsið. Síðar sama ár eignaðist félagið hjólhýsi sem komið var fyrir við Skorradalsvatn. Árið 2021 voru sumarhúsin orðin 5 auk hjólhýsis. Fræðsla og símenntun hafa löngum einkennt starf félagsins enda er stefna félagsins að auka hæfni og þekkingu félaganna. Félagið er aðili að stjórnendanáminu við Háskóla Akureyrar, sem er 100% fjarnám. Félagið hefur alla tíð staðið fyrir skemmtunum fyrir félagsmenn og hefur jólaball félagsins verið haldið á hverju ári allt frá 1919. 100 ára afmælishátíð félagsins var haldin í Háskólabíó með stórtónleikum að viðstöddum fjölda félaga. Framtíð Brúar er björt, stefna hefur verið mörkuð til að starfið verði enn þá öflugra og betra í framtíðinni

STJÓRN

SIGURÐUR HAUKUR

HARÐARSON

Formaður

EGILL ÖRN

SIGÞÓRSSON

Varaformaður

FRIÐRIK AUÐUNN

JÓNSSON

Gjaldkeri

KJARTAN F.

SALOMÓNSSON

Ritari

SIGURÐUR

KRISTINSON

Varamaður

EYGLÓ

GUÐMUNDSDÓTTIR

Varamaður

PÁLÍNA K.

ÁRNADÓTTIR

Meðstjórnandi

BJARNI ÞÓR

GÚSTAFSSON

Meðstjórnandi

ÁSMUNDUR

JÓNSSON

Varamaður

KJARAMÁL

Kjaramál eru einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi stéttarfélags og það sem skiptir félagsmenn mestu máli. BRÚ félag stjórnenda er aðili að Sambandi Stjórnendafélaga. Samband stjórnendafélaga eru hagsmunasamtök stjórnendafélaga sem fer með samningsrétt stjórnendafélaganna. Kjaramál spila því stórt hlutverk í starfsemi Sambandsins. Gerð kjarasamninga er þar stærsti þátturinn en auk þess útvegar Sambandið tölulegar upplýsingar um launataxta og meðallaun. Félagsmenn eru algerlega hlutlausir í kaupdeilum, hvort sem um er að ræða verkföll eða verkbönn. Skylt skal þó hverjum starfandi félagsmanni að gæta þess verðmætis er hann hefur umsjón með og verja það skemmdum eftir eigin getu. 

NÁNAR UM KJARAMÁL Á VEF STF.IS

Iðgjöld


Samband Stjórnendafélaga STF sér um innheimtu á gjöldum fyrir Brú félag stjórnenda


  • Félagsgjald er 0,7% af heildarlaunum.
  • Sjúkrasjóður er 1 % af heildarlaunum.
  • Orlofssjóður er 0,25 % af heildarlaunum.
  • Starfsmenntasjóður er 0,4% af heildarlaunum.
  • Stéttarfélagsnúmer 931


   Reikningur 0130-26-375    kt:680269-7699

   Skilagreinar  skbiv@vssi.is


Félagsgjald er dregið af launum félagsmanns en vinnuveitandi greiðir mánaðarlega í aðra sjóði félagsins.


MERKI FÉLAGSINS

Share by: